Smá ráð fyrir húðina..=)

Ekki þarf endilega að kaupa dýr krem og eyða löngum tíma í flókin þrif, eins og margir sérfræðingar halda. Ef húðin er eitthhvað bólugrafin geta of mikil þrif haft slæm áhrif á hana. Mjög gott er að nota rakakrem eftir þvott bæði kvölds og morgna. A.T.H að dýrustu kremin eru ekki endilega best fyrir okkur unglingana því þau halda oft ýmis efni til að byggja upp húðina og teygja á henni en unglingar þurfa ekki á því að halda.

Þurr húð

Þeir sem eru með þurra húð geta fundið fyrir pirringi í húðinni. Hún verður frekar strekkt, sérstaklega eftir þvott, og á það til að flagna. Best er að nota milt og gott rakakrem kvölds og morgna. Stelpur sen eru farnar að mála sig ættu að nota grunnkrem eða meik undir púðrið svo að húðin þorni ekki meira.

Feit húð

Þeir sem eru með feita húð glansa oft og fá frekar bólur og fýlapennsla. Vatn og mild sápa gerir húðinni gott. Feit húð dregur til sín meira ryk eb þurr og verður fljótar óhrein.

Blönduð húð

Þeir sem eru með blandaða húð eru með T-laga fitusvæði, þvert yfir ennið, yfir nefið og niður á höku. Kinnar og svæði í kringum augun og háls eru þurrari. Þrífðu húðina kvölds og morgna og berðu á þig krem, sérstaklega ætlað blandaðri húð.

Smá svona um bólur því flestir unglingar en ekki allir eiga eitthvert vandamál vegna þess…=/

Hvað getur fjölgað bólum?

-Vinna í raka með fitu, olíu og önnur efni.
-Ef bólur eru klóraðar og kreistar.
-Þegar stelpur eru á túr getur bólim fjölgað.
-Ýmis lyf og efni.
-Streita og vanlíðan.

Hvað er svo til ráða við bólum?

-Þvoðu andlit tvisvar á dag, oftar ef þú svitnar mikið. Notaðu sérstaka sápu fyrir andlit eða milda barnasápu.

-Ekki klóra og kreista bólur, það fjölgar þeim og veldur örum.

-Forðastu mikinn kulda, hita eða sólskin. Bólur hjaðna tímabundið í sólskini en það er skammtímalausn.

-Notaðu vatnsleysanleg rakakrem, það stíflar ekki húðkirtlana. Feit og olíurík krem eða farði stífla húðkirtla og geta valdið bólum.

-Ekki hefur verið sannað að sérstök fæðutegund valdi bólum en ef húð versnar nokkrum dögum eftir að ákveðins matar hefur verið neytt er góð hugmynd að sneiða hjá honum.

-Hollt og fjölbreytt mataræði, vatnsdrykkja og regluleg hreifing er til bóta.

-Snyrtisérfræðingur getur frætt þig um umhirðu húðarinnar en það þarf að greiða fyrir slíka þjónustu (ef ekki er snyrtifræðingur í fjölskyldunni).

-Í lyfjaverslunum og víðar má kaupa áburð eða annað sam gagnast við vægum bólum. Þú skalt gefa honum sex til átta vikur til að virka áður en þú gefts upp.

Takk fyrir..=)
P.S é mæli með bókinni Hvað er málið?…=)