Hæhæ.

Fólk dæmir oft aðra eftir útliti og klæðaburði og það finnst mér alveg fáránlegt, þó að ég geti alveg viðurkennt að hafa oft gert það sjálf.

Fyri nokkrum mánuðum kom ný stelpa í bekkinn minn. Hún er dáldið mikið feit. Hún gengur alltaf í þannig fötum að helmingurinn af maganum sést og svo þröngum buxum, að það tekur örugglega klukkutíma fyrir hana að troða sér í. Þegar við erum í sundi, þá er hún í tíglabikiníum…

Þó að það sé skrítið þá er eins og hún sé alveg sjúklega spéhrædd. Td. þegar við erum í leikfimi þá fer hún ALDREI í sturtu eftir tímana og þegar við erum í sundi þá þvær hún sér aldrei, heldur fer í sundfötunum inní klefann og klæðir sig úr þar og þurkar sér.

Okkur stelpunum finnst þetta skrítið, og reyndar dáldið ógeðslegt því að hún er eiginlega alltaf í sömu fötunum og það er oft vond lykt af henni. Við erum að pæla í að tala við hana… en samt finnst okkur ekki koma þetta neitt við…!

Þessi stelpa á alveg vinkounur (reyndar ekki margar í okkar bekk, en í hinum 8unda bekknum þá á hún held ég nokkrar)
og henni er ekkert strítt. Reyndar held ég að það gæti farið að byrja… og þá sérstaklega útaf þessu.

Ég þekki hana ekkert mikið…en ég held að hún sé ekkert leiðinleg. Þess vegna vil ég ekki að henni sé strítt… og mig langar til að tala við hana um þetta… samt veit ég ekkert hvað ég gæti sagt, eða hvernig.

Einhverjar hugmyndir?