Við erum undir sífelldu áreiti um val á vörum. Það er komið svo mikið úrval á markaðinn að stundum vitum við einfaldlega engan veginn hvað við eigum að kaupa. Þegar við ætlum okkur að versla venjulegt meik, það gildir það nákvæmlega sama í öllu öðru sama hvort við ætlum okkur að kaupa krem, varalit eða jafnvel dömubildi. En þarna kemur einn kostur við það að vera vanafastur því þá gengur maður einfaldlega að því sem maður ætlar sér að fá. Hins vegar getur að verið slæmt að staðna í einhverju og breyta aldrei til og þess vegna ætlum við að hjálpa ykkur við val á meikáferð fyrir ykkar húðgerð.

Ef þú ert með þurra húð, skaltu velja nærandi og olíufrítt meik, flest eru núna með formúlur sem næra húðina stanslaust í 11 klukkutíma frá því að þú setur það á þig, en þá ætti húðin að ná í sig góðum raka og verða mjúk og fín.

Ef þú ert með feita húð, skaltu velja vatnskennda og olíufría formúlu sem er ekki of rakagefandi. Púðurkennt eða fljótandi meik mun líta sem náttúrulegast á húðinni þinni.

Fyrir húð sem er komin með fínar línur, er hægt að fela þær með að nota réttu formúlurnar sem fínlega deyfa skært ljós þegar það skín á húðina þína, og mýkir þannig fínar hrukkur.

Til að fela ójafna húð og ójafnan litarhátt, leitið eftir formúlu sem hylur vel sem finnst vanalega í kremuðum púðurkenndum meikum.

Vona að þetta hjálpi ykkur…

Villingu