***Þetta er þýtt yfir á íslensku úr Vi Unge, dönsku stelpublaði***

Hvað gera allir þeir sem ekki eru eins og einhverjar stjörnur í laginu? Jú, skoða endalaust mikið að fötum án þess að finna neitt sem virkilega fer þeim. Eða hvað? Nei, þeir lesa bara þessa grein ;) !
____________________________________________________ _______

LÍTIL?

Farðu í:
- Föt í sama lit frá toppi til táar
- Minipils
- Einlitann kjól með lóðréttu munstri
- Síðar buxur með beinu sniði
- Háa hæla
- Röndóttar buxur

Passaðu þig á:
- Mjög “baggy” fötum
- Mjög stuttar buxur
- Föt með stórum og yfirþirmandi munstri

STRÁKALEG?

Farðu í:
- “Cargo-pants”*
- Ljós föt
- Buxur án rassvasa
- Pils sem fylgja líkama þínum
- Skreyttar gallabuxur

Passaðu þig á:
- Allt of þröngum gallabuxum

MEÐ STÓRAN RASS?

Farðu í:
- Buxur með lágu mitti…(ég bara veit ekki hvað þetta heitir á íslensku, en á dönsku: lavtaljet)
- Boot-cut buxur**
- Dökk föt

Passaðu þig á:
- Buxum án rassvasa
- Buxum sem eru skreyttar að aftan
ÞYKK?

Farðu í:
- Föt með þunnum lóðréttum röndum
- Svört föt
- Dökkt efni

Passaðu þig á:
- Fötum með láréttum röndum
- Buxum með háu mitti
- Buxum án vasa

STÓR LÆRI?

Farðu í:
- Boot-cut buxur**
- Pils sem “standa dálítið út”
- Gallabuxur sem eru ljósari á miðju læri en á hliðunum

Passaðu þig á:
- Buxum með skrauti á lærunum
- Buxum sem eru þröngar á kálfunum

STÓRAR MJAÐMIR?

Farðu í:
- Kjóla sem eru í hnésídd(helst rétt yfir hnénu) og sem eru lausir á mjöðmunum
- Röndóttar buxur
- Pils með örlítið víðum og lóðréttum saumi
- Buxur með víðum skálmum

Passaðu þig á:
- Gallabuxum sem eru í sama stíl og “cargo-pants”*

* Cargo-pants: Laust skornar buxur með tveimur ásaumuðum vösum að aftan, tvo að framan á hliðunum og reim.
** Boot-cut buxur: Buxur sem verða víðari og víðari eftir að hafa verið þröngar að ofan. Fara yfir skóna.
_______________________________________________ _________________

***Þetta er þýtt yfir á íslensku úr Vi Unge, dönsku stelpublaði***


Jæja stelpur, þá er bara að fara yfir fataskápinn ;) Vonandi kemur þetta ykkur að einhverju gagni!

Kv. Tobba3