Sælar/Sælir. Um daginn var ég að taka til inni í skáp hjá mér (það er að segja henda gömlum fötum og raða upp á nýtt) og þá fór ég að taka eftir því að flest allt sem ég var að taka út var eitthvað sem ég hafði keypt dýrum dómum og aldrei notað. Það er hálf sorglegt að horfa á þetta, þarna fara gallabuxur upp á 6 þúsund kall (notaðar 2x.) og bolir og peysur…. Eins og um daginn (eða svona fyrir 3 vikum) var ég með mömmu í Smáranum þegar ég skrapp svona aðeins til að kíkja inn í Retro. Persónulega fynnst mér Retro allveg helv. dýr en ótrúlega flott búð og verð því alltaf að hemja mig þegar ég kem þarna inn. Svo var ég bara eitthvað að rölta þarna um þegar ég sá peysu sem mér fannst allveg viðbjóðslega flott. Þetta var síðasta peysan og akkurat í minni stærð og auðvitað varð ég að máta. Þegar ég var að máta hana koma mamma inn í búðina og leyst allveg asskoti vel á hana. Og aldrei þessu vannt keypti hún hana handa mér! Auðvitað var ég allveg í skýjunum og rosalega þakklát með hana. Svo þegar ég var komin heim og fór að máta hana aftur fannst mér hún einhvern veginn bara koma HRÆÐILEGA út á mér. Og ég er þessi týpa að ef mér finnst það ljótt áhveð ég einhvern veginn að öllum finnist það sama. En ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja mömmu frá þessu og fara og skila henni því mömmu fannst hún hafa glatt mig svo mikið með að hafa keypt hana. Svo núna er hún bara inni í skáp að safna ryki (8.þúsund króna flík) nema þegar ég fer einstaka sinnum í hana.
Kannist þið ekki við svipað tilfelli? Hvað gerir maður? Þetta er svo mikil synd! (ef þið skiljið hvað ég meina!)
And let me tell you, she is not the brightest bulb in the tanning bed!