Hæ hæ ég ætla að skrifa hér um þessa sjúkdóma…..af gögnum sem ég fann á mörgum síðum..

Lystarstol er íslenskt heiti yfir Anorexiu og við höfum flestar heyrt um þennan sjúkdóm og þekkjum jafnvel einhvern sem hefur fengið lystarstol. Erlendar rannsóknir sýna aukna tíðni en það eru ekki til neinar slíkar rannsóknir hér á landi. Sérfræðingar hér eru þó ekki í nokkrum vafa um að þetta hefur ágerst hér á Íslandi.

Lystarstol og lotugræðgi, einkum hið síðarnefnda, hafa áhrif á tannheilsu. Þegar kastað er upp oft á dag, kemur súrt magainnihaldið í munnholið og getur valdið miklum sýrskaða á tönnum. Það sést helst á bakhlið framtanna í efri góm. Þetta er ekki eins algengt í neðri góm, því þar eru tennur betur varðar af kinn og tungu. Þegar þessir sýruskaðar eru verulegir, geta tennur jafnvel brotnað niður.


Lífsreynslusaga
Lystarstol snýst um að svelta sig langtímum saman.ÉG man eftir einni Konu sem þjáðist af lystarstoli. Hún borðaði sama og ekkert vikum og mánuðum saman. Hún kannski nartaði í 2-3 bita af epli og fékk sér All-Bran með vatni út á, en bara nokkur korn. Á þessu lifði hún lengi vel og varð bara skinn og bein. Fötin héngu utan á henni, henni var alltaf kalt, hafði ekki orku til að koma út með okkur á kvöldin og hætti að hafa blæðingar. Við vinkonurnar höfðum miklar áhyggjur af henni, en við gátum ekkert gert. Hún upplifði sig alltaf feita og það var ekkert hægt að sannfæra hana um annað. Henni fannst við sennilega bara afbrýðisamar. Hún var samt rosalega dugleg við að baka og elda handa okkur, en fékk sér aldrei neitt sjálf. Í u.þ.b. 1 ár var ástandið mjög slæmt en svo leitaði hún sér hjálpar og byrjaði smám saman að borða aftur. Þetta er þó dagleg barátta og hún hefur ávallt áhyggjur af því að fitna.

Stjórnleysi
Lystarstol byrjar ávallt vægt en smám saman missir einstaklingurinn stjórn á ástandinu og hættir að vera meðvitaður um hvað hann er að gera. Allir sem þjást af lystarstoli búa yfir vanlíðan af einhverjum toga og upplifa stjórnleysi af einhverjum toga. Einstaklingurinn fer að ímynda sér að allt gangi betur ef hann lítur betur út og er grannur. Setur sér fastar reglur og framfylgir þeim og nær stjórn. Í upphafi fær einstaklingurinn mikið hrós, vá hvað þú hefur grennst o.s.frv. og ástandið verður alvarlegra og sjúkdómurinn nær stjórn.

Meðferð
Það er miserfitt að hjálpa þessu fólki við að ná bata. Sumir deyja, sumir lifa með sjúkdómnum alla tíð og þetta er stöðug barátta en sumir ná fullum bata. Þetta fer svolítið eftir hversu lengi sjúkdómurinn hefur náð að grassera og hvernig andleg líðan einstaklingsins sem á í hlut er. En því fyrr sem einstaklingur leitar sér hjálpar því meiri líkur á bata.

Lystarstol er átröskun sem oftast leggst á stúlkur á aldrinum 12-20 ára. Drengir geta líka fengið hana. Sjúkdómurinn einkennist af:
þyngdartapi, sem maður veldur sjálfur með því að sniðganga ,,feitan" mat, eða hreyfir sig mjög mikið eða tekur lyf (hægðalyf, vatnslosandi lyf) eða með uppköstum
mikil hræðsla við að fitna og þyngjast
áráttu um mat og hitaeiningum
reglur yfir hvað eigi að borða og hve mikið eigi að hreyfa sig
ásókn í óhæfilega litla líkamsþyngd
hormónatruflunum þannig að tíðir hætta

Maður fær mat og hitaeiningar á heilann. Og alltaf er verið að bollaleggja hve lítið eigi að borða og hve mikið eigi að hreyfa sig. Ráðgert er að léttast um ákveðinn fjölda kílóa og því er farið í megrun. Megrunarkúrinn fer úr böndunum og engin leið er að hætta honum.
Sífelldur ótti um þyngdaraukningu.
Manni finnst maður of feitur, jafnvel þótt þyngdin sé lægri en annarra, sem eru jafnháir
Tíðir leggjast af.
Maður einangrar sig frá vinkonunum og tekur ekki þáa í félagslífi.
Matarvenjur breytast þannig að maður er mjög lengi að borða litla máltíð.
Notuð eru lyf til að léttast.
Hægðatregða og magaverkir gera vart við sig.


Ef þið viljið vita hver enkennin eru:

Þyngdartap sem er minnst 15% af eðlilegri þyngd (miðað við aldur og hæð.
Þyngdartapið er af eigin völdum (fasta, skert næring, hreyfing, vatnslosandi lyf, hægðalyf, megrunarlyf, uppköst).
Kvíði fitusöfnun og þyngdaraukningu
Tíðatruflanir eða þroskahömlur á gelgjuskeiði.

Ef þið eruð með þennan sjúkdóm og viljið ekki vera með hann:

Segðu góðri vinkonu eða vini hvernig þér líður, eða foreldrum eða systkinum.
Gerðu eitthvað skapandi, eins og að teikna, mála eða skrifa.
Ekki einangra þig frá öðrum, farðu í bæinn með vinum þínum.
Hittu lækni þinn eða annað fagfólk á heilbrigðissviði.
Fáðu næringar ráðleggingar og fylgdu þeim
Ræddu við aðra, sem hafa þjást af lystarstoli.


——ef þið hafið ekki neitt annað að segja en eitthvað svona þetta er ljót grein eða eikkað SLEPPIÐI ÞVÍ———
Getur það verið