Já, ég hef mikið verið að velta 60's tískunni mikið fyrir mér!! Það á nebbla(líklegast) að vera 60's þema á næsta ballinu hjá okkur í hagaskóla.
Og ég hef komist að ýmsu:

Fyrir okkur stelpurnar:
-Þarna var mikið inn að hafa hárið vel sett til, svona upp á við og túberað undir(ef þið áttið ykkur á hvað ég meina) og svo nottla allar konur voru með eikkvers konar topp!!
-Síðan voru stígvél sem ná upp að hnjám mjög vinsælt.
-Enda er það næstum nauðsynlegt undir þessi stuttu pils. Sem voru (rosa smart) rosa stutt.
-Allt saman frekar plein svona, líka bolirnir, eina sem ég hef tekið eftir á myndum frá þessum tíma voru kragarnir. Alltaf annað hvort svona rúllukragar eða “niður”kragar, bæði á bolum og peysum og bara alls staðar.
-Og svo hef ég tekið eftir áberandi eyrnalokkum.

En já, fyrir strákana (hmmm…hef séð lítið af myndum):
-en jakka föt og lakkrísbindi (voru inn)

Það sem stendur upp úr frá þessum tíma eru svo nottla: Twiggy og BÍTLARNIR(seinni partinn)!!:D