Ég hef oft verið að pæla í því hvort að ljósabekkir séu jafn hættulegir og alltaf er
verið að segja:P Að það valdi krabbameini, já….en samt hve miklar líkur eru á því.
Ég veit um fjölda fólks (já ekki bara stelpur) sem hafa nýtt sér þetta óspart í
langan tíma og farið mjög oft. Þá fer mar að hugsa, það er alltaf talað um
ljósabekkir og sólböð á sama tíma.
Ég meina er ekki miklu hærri tíðni krabbameins í löndum þar sem sólinn er
meiri. Reyndar hef ég heyrt að sólin sé óvenju sterk hérna á íslandi og við þá í
hættu. En samt við krítar-hvítu íslendingar?!?!?! Það getur ekki verið því að ef að
við brennum þá er húðin að reyna að vernda okkur fyrir þessum
útfjólubláugeislum sem eru lengi í húðinni. En erum við þá ekki í hættu ef við
brennum ekki, hugsa ég þá!! Síðan eldist húðin mun fyrr hjá fólki sem hafa
stundað ljósabekkina og sólböð. En síðan hef ég líka heyrt að fólk sem þjáist af
miklu exemi og soriasis hafa verið skipað af húðlæknum meira að segja að fara í
sólböð og nota ljósabekki. Húðin hefur greinilega gott af þessu, ég meina annars
mundi exemið ekki hverfa og soriasis-sjúkdóms einkennin að minnka. Og ég veit
að þetta er raunin því svona er þetta hjá mér. Mér líður aldrei verr en þegar að
það er frost úti, alveg eins og núna. Mig alngar svo í ljós!!! En hver veit hvort ég
geri það, engan langar að hafa gamla húð þegar að hann er bara 40 ára en engan
langar heldur að vera með ömurlegt exem!! Og ekkert virkar betur heldur en
sólarljós og ljósabekkirnir, ég hef prufað margs konar krem og farið í bláa lónið
og allt. En síðan fer þetta nottla allt saman eftir því hvort maður sé happin eða
ekki!! En vill mar taka áhættuna, ég veit nebbla ekki!?!?!? Svo eru svona bekkir
frekar ný fyrirbæri svo að það er ekkert svooo…mikil reynsla komin á etta:P
En svo er annars ekki tilgangslaust að fara í ljós fyrir utan það að maður verður
sætari?!?! Er það ekki bara rosa íslenskt að vera svona krítar-hvítur og ógesslegur,
og verður það þá ekki bara fallegt!!! Þetta gefur húðinni nefnla ekki neitt d-
vítamín sem mar fær þó úr sólinni!!
Og svo má ekki gleyma því að það er ekki einu sinni gott að fara í bæði ljós og
sólböð saman því að ljósa-liturinn framleiðir ekki svona himnu sem sólböðin
framleiða!! Já ég veit ekki alveg hvort ég eigi að fara í ljós eða ekki!!!:S