Allar viljum við vera með fallega máluð augu og jafnvel stækka þau örlítið til að gera okkur svipmeiri. Hér á eftir er nákvæm lýsing á augnförðun fyrir þær sem vilja.

Skref 1:
Eftir að meikið er komið á er best að setja kremaðan felulit, örlítið ljósari en þína húð, á augnsvæðið þar sem dökkir blettir myndast, eins og baugar. Best er að setja hann á með puttunum, bara rétt dempa á þar til skyggingin er horfin.


Skref 2:
Næst skal setja laust púður undir augnsvæðið til að augnskugginn sem fellur á festist ekki í meikinu. Því næst notarðu breiðan augnskuggabursta til að lýsa upp allt augnasvæðið frá augnhárum alveg upp að augabrún með ljósum augnskugga, til dæmis með ljósum húðlit.


Skref 3:
Nota skal lit í dekkri kantinum til að gera skygginguna á krumpaða svæðinu rétt fyrir neðan augnbrúnabeinið, þar sem holan myndast þegar maður er með opin augu. Byrjaðu yst á svæðinu og dragðu meðfram beininu inn á augnsvæðið, ekki fara þó alveg inn í augnkrók, dragðu pensilinn fram og til baka þangað til augnskugginn er komin fallega á og byrjaður að mynda skyggingu. Sem dæmi væri fallegast að nota dökkgrænan á þetta svæði og ljósgrænan á augnlokið eftir á. Dökka litinn má einnig setja aðeins á ysta part augnloksins.


Skref 4:
Settu fína línu á augnlokið (alveg við augnhárin) með vel beittum augnbýanti, annaðhvort dökkbrúnum eða svörtum. Strjúktu yfir línuna með varalitapensli til að gera hana aðeins mýkri.


Skref 5:
Settu alveg eins línu og þú settir á efri augnáralínuna á neðri augnháralínuna, byrjaðu yst og dragðu bara línu inn á einn þriðja af línunni, nuddaðu svo með varalitabursta frá enda línunnar alveg inn í hornið þar sem línan byrjaði, til að mýkja hana.



Skref 6:
Nota skal augnskuggabursta til að setja ljósan augnskugga í stíl við þann dökka á augnlokið þar sem dökki liturinn var ekki; settu litinn alveg inn að augnkrók og dragðu vel inn á augnlokið; bættu við lit á burstann til að gera litinn vel sýnilegan, dragðu aðeins inn á dökka svæðið til að blanda þeim fallega saman. Augnmálninginn á að vera saumlaus, það er að segja að skilin á dökku og
ljósu eiga ekki að vera algjör, þess vegna blöndum við þeim saman til að minnka skilin.


Skref 7:
Fjarlægið alla málninguna sem hefur farið út fyrir með bómul og dustið svæðið undir auganu þar sem fellur á með lausu púðri og breiðum bursta.





Skref 8:
Ef augnhárin standa beint út er fallegt að nota augnhárabrettara áður en maskarinn er settur á, en það opnar augun og gerir þau stærri.
Ef þau er fín er bara að setja maskarann á. Til eru maskarar til að krulla augnhárin, byrjið frá rótum augnháranna og dragið alveg út að enda háranna, reynið að aðgreina hárin til að þau séu ekki klesst saman, bæði á efri og neðri augnháralínunni.


Skref 9 :
Þá er þetta næstum komið, nema ef þið eruð með þunnar augabrúnir er fallegt að gefa þeim fyllingu með því að nota blýant sem er með sama lit og augabrúnir þínar. Gættu þess að teikna ekki út fyrir, teiknaðu bara inn í þínar brúnir. Ef þú vilt teikna er best að nota fínan pensil og brúnan augnskugga.
Eftir að þú ert búin að renna létt með penslinum yfir augabrýnnar skaltu bursta yfir með augnbrúnabursta til að taka klessur og svoleiðis, en það gerir augabrýnnar náttúrulegri.

vona að þetta gagnist ykkur eitthvað…
kv. Villingu