Heibbs. Mig langar bara að deila með ykkur slæmri reynslu af Vokal…Það vill svo til að ég vann 5000kr gjafainneign þar í sms-leik í júní (og í sama leik vann ég einnig gjafabréf í sporthúsið - vinning sem ég er búin að leysa út). Mér var sagt að ég gæti komið á staðinn eftir nokkra daga og leyst vinninginn út. Ég var hins vegar stödd úti á landi, og fór ekki í bæinn fyrr en 2 vikum seinna, og þá beint í Smáralindina…langaði svo í ný föt! Þegar þangað er komið, þá kannast afgreiðslumaðurinn ekkert við þennan leik eða nafnið mitt (þessi leikur var í Fókus, ef einhver man eftir honum!). ég fer svo aftur út á land og kem ekki aftur í bæinn fyrr en í lok ágúst til að fara í skóla…og þá liggur leiðin aftur í smáralindina og í VOKAL og nú er mér sagt að það séu komnir nýjir eigendur og að ég fái ekkert þennan vinning afhentan.
Nú fer ég að verða pirruð(ég borgaði nú 99kr fyrir að taka þátt, og ég er viss um að nokkrir í viðbót hafa einnig tekið þátt, og það hlýtur einhver ágóði af þessum pening að renna til Vokals). ég hef þá samband við DV-Fókus, og maðurinn sem ég talaði við segist ætla að redda þessu. Nú í síðustu viku fæ ég email frá honum og segir mér að þetta sé orðið klárt, að ég geti farið og fengið minn vinning. Viti menn, þegar ég fer þangað í gær, þá tala ég við sama afgreiðslumann og síðast, og hann segir að ég eigi ekkert að fá, að það séu komnir nýjir eigendur sem þurfi ekkert að borga einhverjar “skuldir” eftir gamla eigendurna. ég sagði við hann að ég hafi engann áhuga lengur á að eiga nokkur viðskipti við þessa verslun, að ég ætli að segja öllum sem ég þekki frá þessu, og vonast til að enginn versli þarna…(sem ég vona að þið lesendur góðir eigi eftir að gera! þ.e. ekki versla þar!)
Það sem mér finnst skrýtnast er málið með þessa nýju eigendur….ég kom á staðinn 2 vikum eftir að hafa unnið, og fæ ekkert…bara þvaður….