Nú hafa komið inn nokkrar greinar hérna sem allar fjalla um það sama.. ungu kynslóðina sem er byrjuð að mála sig og ganga í G-streng og svoleiðis….

En hvað með fullorðið fólk? Gerir það aldrei neitt vitlaust eða asnalegt?? Það eru margar konur kannski um fertugt sem ganga í fötum sem myndu hæfa svona 15-16 ára stelpum! Eru þær einhverju betri?

Svo er þetta með G-strengi. Ég hef ekkert á móti þeim, þetta eru nú bara nærbuxur. En er eitthvað aldurstakmark á þeim. Það voru sumir að segja að þeim þætti ógeðslegt að sjá 10 ára stelpur í svoleiðis. Er þá í lagi fyrir fimmtugar konur að ganga í svoleiðis? Ætti ekki aldurstakmarkið að ganga í báðar áttir??

En það er líka annað.. afhverju er ráðist svona á stelpur??
Eru strákar ekki líka inní þessu með fötin? Ganga í náttkjólum og rifnum buxum, alltaf með húfur, reykjandi einhvers staðar úti í hrauni! Þannig eru flestir í mínum skóla. Og þetta með 12-13 ára stelpur sem eru byrjaðar að stunda kynlíf með 16-17 ára strákum. Eru ekki strákarnir sekir í þessu máli?? Þær ættu að vita betur en að nota stelpur svona…

Ég er alls ekki að tala um ALLA hérna. Ég veit vel að það eru ekkert allir svona eins og verið er að lýsa. Vildi bara samt aðeins koma þessu frá mér. Ekki taka þessu mjög illa….

kv, Gelgjan
go on just say it.. you need me like a bad habit.