Ég er fatafrík dauðans! Ég elska föt alveg gegt mikið, og svo elska ég líka skó! Það sem ég þoli ekki er hvað íslensk föt og skór eru dýr!!!!
Ég er af fátæku kynslóðinni, mamma mín er mjög fátæk og mér var alltaf gefið föt þegar að ég var lítil, eða mamma keypti þau á stöðum eins og kolaportinu. Það var oft gert grín að mér í skóla fyrir hvað ég væri í asnalegum fötum, og mér finnst enn í dag sárt að hugsa til þess hvað krakkar geta verið illkvitnir :(
Núna er ég hins vegar 17 og hef þar af leiðandi átt meiri pening.
Ég hef minn eigin smekk og ég elska hann, þó hann sé rosa misjafn. Ég á enn föt sem ég hef átt heillengi og ég ætla að ganga í þeim þangað til þau skemmast!!
Já ég á einar Diesel buxur sem ég er mjög ánægð með en ég keypti þær ekki í 17 Ég HATA 17! Þetta er fáránlega dýr búð! Mér líður illa að fara þangað og hef ekki farið þar inn lengi! En hver kaupir bol sem kostar meira ein 10.000 sem dæmi! Fáránlegt!
Ég keypti mér einu sinni skó í kolaportinu, svona skó sem eru alveg eins og converse skór sem eru í tísku, þeir eru eilega ónýtir núna ég hef nýtt þá svo vel, og öllum hefur fundist þeir gegt flottir, samt eru þetta ekki converse á 5000. Svo keypti ég mér alveg geðveika hermannaskó útí frakklandi, sem ég elska, ofsalega sérstakir og aðeins ég á en enginn annar!! :Þ
Ég gæti haldið endalaust áfram!
Síðan kaupi ég oftast föt á útsölum, ég keypti tvo boli í svíðþjóð í fyrra á 700 kall algjört slikk og mjög flottir bolir! Allavega nú í dag er fólk að dást að fötunum mínum! (",)