Þetta verður kannski ekki mjög löng grein, en ég var að lesa grein á “Syndir” eftir hann jokob (jakobari hér á Huga) og svaraði ég greininni hans og ákvað að umorða hana og setja hana hérna í litla grein.

Það vill svo til að ég er algjör strákastelpa, ég geng í víðum fötum og er með stutt hár. Ástæðan fyrir því að ég er með stutt hár er ekki af því ég vil vera nákvæemlega eins og strákur heldur af því að ég er með mjög leiðilegt þykkt hár sem fór rosalega í taugarnar á mér, svo ég fór og skellti mér í klippingu. Það hefur alltaf verið strítt mér á þessu, en ég vil taka fram að ég tek þessu með ró og grenja mig ekki í svefn á hverju kvöldi útaf þessu eða neitt svoleiðis ;) Núna er ég komin í 10 bekk og ennþá eru ákveðnir aðilar að tönglast á þessu. Það vildi svo rosalega óheppilega til að ég þurfti að lenda með þessum 4 strákum í bekk núna. Þessir 4 strákar eru óþroskuðustu mannsveskjur sem ég veit um. Svakalega flottir “gotharar” sem hlusta á Dimmuborgir eða einhvern svoleiðis skít (jájá, hver hefur sinn tónlistarsmekk.)
Ég er svona að pæla afhverju í anskotanum þeir eru að pirra sig á þessu? Vilja þeir að ég líti vel út af því ég er með þannig lúkk? ;) Eða eru þeir einfaldlega að þessu til að pirra mig? Hvað haldið þið? Ef þið ætlið að verja þá, þá megið þið halda því útaf fyrir ykkur, ég er kannski að skíta of mikið á þá í þessari grein en, já, ég bara hreinlega skil þá ekki!!!
——
Fríða María, “strákastelpan” ;)