Hvernig stendur á því að það eru engir almennilegir fatamarkaðir á
Íslandi? Með orðinu fatamarkaður á ég ekki við 1000kr markaði (kg á
1000) eða kellingaföt í Kolaportinu heldur bara FLOTT föt á
sanngjörnu verði, ekki merkjavöru enda vitum við öll að merkjavara
er ekki lengur í tísku. Það sem vantar er stórir markaðir þar sem
maður getur keypt allt frá hermannaklossum til gullkjóla fyrir
árshátíðina. Staður þar sem maður getur skapað sinn eigin stíl án
þess að eyða 10000 köllum eins og maður skíti þeim. En ætli ástæðan
fyrir því að svona fyrirbæri gengur ekki á Ísl sé ekki að fólk er
svo ósjálfstætt og hrætt við að skapa sér stíl. Það eru allir í
eins fötum. Meira að segja MH-ingar sem segjast vera rosa líbó og
framúrstefnulegir eru þegar allt kemur til alls jafnvel “snobbaðri”
(eða anti-snobbaðir) en Verzlingar sem lengi hafa haft 17 stimpil á
sér. Og hvaða fokkans máli skiptir hvort það stendur Gap INNÍ
peysunni ykkar eða X-18 á botninum á skónum ykkar? Skapið ykkur
eigin stíl og skapið markað fyrir fatamarkaði á Íslandi (og sparið
pen
SubRosa