Hæhæ,
Ég er fjórtán ára stelpa og ég hugsa voða lítið um útlitið, kem reyndar heldur aldrei inná þetta áhugamál. En málið er að ég er með rosalega þykkt hár sem var niður á bak þegar ég fermdist í vor, en eftir það fór ég til útlanda og klippti hárið þar aðeins fyrir ofan axlir. Það var rosa breyting, en mér líkaði það vel.
Mig hefur alltaf langað rosalega til að snoða á mér hausinn. Samt ekki fá skalla, heldur hafa brodda, svona eins og strákar eru oft með á sumrin. Ég veit ekki af hverju, en það er ekki að ég vilji líta út eins og strákur, heldur er það svo miklu þægilegra þar sem það er lifandi víti að vera með þetta helv.. hár!

Og í dag talaði ég um þetta við vini mína og þeim leist á það, samt aðallega vildu þau sjá breytinguna og hlæja svoldið að mér. Og þar sem ég er ofboðslega góður vinur varð ég að gefa vinum mínum eitthvað til að hlæja að, þannig að þegar ég kom heim spurði ég mömmu hvort ég mætti snoða mig og hún sagði já og fór á stofu með mig. Og hún klippti styttra og styttra og gerði voða flotta tískuklippingu, sem var mjög fín en hún fór mér ekki þannig að ég bað hana að klippa það sem var næst því sem ég vildi.. taka semsagt næstum því allt hárið af, og hún gerði það, og mér leist ógeðslega vel á það, ég sá svipinn á mömmu minni í speglinum…

Ég er rosalega strákaleg svona en mér finnst þetta svo þægilegt að mér er sama um útlitið. En hárið er það sítt að ég næ í hanakamb og þess háttar.. ekki að ég ætli að vera þannig eitthvað dagsdaglega.. ég var nú bara að leika mér fyrir framan spegilinn ;) Ég er tildæmis enga stund í sturtu og ég get rent fingrunum gegnum hárið án þess að “skemma” það og farið í peysu án þess að þurfa að vanda mig að ýfa ekki hárið með hálsmálinu. Þetta er himnaríki.

Pointið með þessari grein var í raun enginn, bara að fá útrás fyrir flippinu mínu. Eru ekki einhverjar stelpur hérna sem hafa gert svona rosa breytingu á hárinu sínu? Ég veit að þetta er ekkert sjaldgæft, bara svo mikið breyting fyrir mig, og langþráður draumur að sjálfsögðu.

Og þið stelpur sem langa til að gera þetta, gerið þetta. Þó þið nánast vitið að það fari ykkur illa.. gerið þið það þá bara um vor og þá verður það vaxið meira um haustið. Ég hvet ykkur eindregið.. þetta er æði! Við lifum bara einu sinni og það verður að prófa, annars er maður bara kúkur í kleinupoka!

Eigið góða daga,
rectum.