Ég rakst á eina bók í bókahillu heima hjá mér um daginn frá árinu 1978 um að líta vel út ég fór svo að skoða þessa bók og áhvað að reyna að smella inn einni greinnini.

Umhirða hársins

Þvoðu hár þitt daginn áður en það fer að verða klesst. það fitnar ekki meira, þótt það sé þvegið oft, en harkalegt nudd´hársvarðarins örvar fiukirtlana, svo best er að fara varlega. Þetta á einnig við um hárþvottalög, þar sem sterk þvottaefni eyða eðlilegri fitu úr hárinu.
Gott er að nota hárnæringu, sé erfitt að eiga við hárið og hún er neuðsiynleg fyrir hár sem er blásið. En notaðu ekki og mikið og skolaðu vel, því að sumar tegundir af hárnæringu setjast á hárlegginn og draga í sig óhreinidi.
Þegar þú ert í sólarfríi ættiru að skola hárið rækilega með köldu vatni eftir sund og leyfa því að þorna eðlilega (þó ekki í heitu sólskini). Salt og sandkorn munu setjast undir ,,flögurnar'' sem ganga hver yfir aðra, og slíta hárinu, sé það ekki skolað.
Annað, sem fer illa með hárið, eru heitar rúllur, krullujárn, málmrúllur með burstum, miðstöðvarhiti og ullarhúfum. Takmarkaðu notgun á heitum rúllum og vefðu þær með pappírsþurrkum. Notaðu þær alls ekki oftar en 2. í viku. Permanett skaðar hárið minna en lagning 2. á dag með heitum rúllum eða krullujárni. Veldu einfaldar, ódýrar rúllur úr plasti ef þú notar rúllur og festu þær með pinnum eða hárnálum með ávölum endum. Vefðu aldrei of þétt og leyfðu hárgreiðslukonunni(-manninum) ekki að gera það heldur, því það tognar á hárinu, þegar það er blautt, það skreppur saman, þegar það þornar. Ef loftið á vinnustað þínum er heitt og þurrt, mun sambland hita og rykagna gera hárið klesst. Reyndu að bursta hárið varlega á hverjum degi með bursta, vöfðum vasaklút, Bleyttum með ilmvatni!!!!!!.
Ullarhúfur fara ekki illa með hárgreiðsluna, ef þær eru ekki fóðraðar með silki eða bómullarefni.

Vonandi var þetta skemmtilegt og fróðlegt.

Takk fyrir mig