Ég var að pæla núna um daginn…. ef þú sért venjulegur unglingur í dag, vinnur í unglingavinnunni og varst að fá útborgað núna um mánaðarmótin, þú fékkst tæpar 30.000. Þú ætlar í kringluna að versla.
Okey, þar sem að föt eru frekar dýr í dag geturu keypt þér mjög lítið. Ef þú kaupir þér nikita peysu og diesel buxur þá ertu nánast búin með helminginn af laununum þínum, er þetta ásættanlegt?
Ég meina verðið er allt of hátt- eða launin alltof lág. Unglingar þurfa föt eins og allir aðrir, ég gæti orðið geðveik á þessu. Mér finnst þetta svo mikill skandall hvað það er hægt að fá lítið fyrir peninginn, ég meina ég þarf að vinna í viku til að fá einar buxur og aðra viku fyrir peysunni, ég meina er þetta ekki alltof dýrt?

Eða mér finnst það allavega….
Kíktu á síðuna mína, hún er svo flott!