Ég keypti mér háhæluð stígvél um daginn í Ástu G, x-18 stígvél. Ég mátaði þau og það var í lagi með þau og allt það. Þegar ég fór í kringluna daginn eftir í þessum stígvélum þá fann ég að hællinn á hægra stígvélinu vísaði aðeins inn. Þegar ég kom heim fór ég aðeins að skoða stígvélið og þá sá ég að hællinn var skakkur, og þá hafði auðvitað hælplatan eyðst miklu meira á utanverðum hælnum heldur en að innanverðu.Ég hélt áfram að ganga á stígvélunum þangað til að járnpinninn í hælnum kom út. Þá fór mamma mín með þau til skósmiðs og það kostaði 1400 kr. að setja nýjar plötur undir!!! Það er ekki fræðilegur möguleiki að laga skekkjuna á hælnum og auðvitað get ég ekki skilað notuðum stígvélum! Ég borgaði 17.000 kr. fyrir þessi stígvél og það gölluð stígvél en samt sé ég alls ekkert eftir því! Þau eru náttúrulega rosalega flott og ég hélt að ég væri bara óheppin að fá svona sköök stígvél en svo keypti systir mín sér svona alveg eins og það er sami gallinn!!!!! Hún treystir sér ekki til að ganga á þessu þannig að 17.000 króna stígvél eru inni í skáp og gera ekkert annað en að safna ryki bara af því að þessi íslenska hönnun er gölluð!
Þannig að stelpur sem eruð að spá í að kaupa sér x-18 skó, leitið eftir göllum á skónum áður en þið kaupið þá og hugsið ykkur 2svar um!!! ;)