Ég var að skoða í einhverju blaði og kom auga á grein um plokkun á augnabrúnum. Ég ætla að leyfa ykkur að sjá þessa grein og kanski læriði eikkað nýtt!

Þegar ætlunin er að fegra sig eru augnabrúnir álíka mikilvægar. Þú getur verið jafn vel snyrt og púðluhundur og jafn vel máluð og Da Vinci málverk, ef augnabrúnirnar á þér eru viðbjóðslegar er alveg sama hve gott verk þú hefur gert að öðru leyti. Lítið bara á hvaða leikonur eða fyrirsætur sem er, þær hafa allar sem ein óafinnanlegar augnarbrýr. Í Hollywood eru að meira að segja manneskjur sem hafa það að atvinnu að plokka augnabrúnir stjarnanna, sérfræðingar í augnabrúna-plokkun (sorglegt starf, samt).
Þetta þarf þú að hafa í huga þegar þú vilt koma skikki á augnabrúnir þínar:
1) Hvaða aðferð vil ég nota.
2) Hvaða lag vil ég hafa á augnabrúnunum mínum.
3) Hvaða lit vil ég hafa á augnabrúnunum mínum.

1) Þær aðferðir sem koma til greyna þegar snyrta skal augnabrúnir eru plokkun, vax eða varanleg háreyðing. Varanleg háreyðing er ekki raunhæfur kostur nema fyrir þær sem eru með óvenjulega loðnar augnabrúnir eða þær sem eru með samvaxnar augnabrúnir. Ég mæli þó ekki með varanlegri háreyðingu vegna þess að þú getur ekki tekið hana aftur ef þú sjáir eftir henni einn daginn. Einnig er hún alls ekki sniðugur kostur fyrir ungar stelpur. Vax er eitthvað sem þú getur ekki gert heima, en er ágætis lausn fyrir þær sem hafa mjög dökkar eða loðnar augnabrúnir. Sá kostur fylgir vaxi að þú nærð öllum litlu hárunum sem ómögulegt er að ná með plokkara. Ókosturinn er hins vegar sá að hætta er á innvöxnum hárum, sem getur bæði orðið sársaukafullt og ljótt að sjá. Hægt er að minnka þá áhættu með því að sótthreinsa svæðið og láta á það rakakrem að meðferð lokinni. Plokkun er sniðugasti og þægilegasti kosturin þar sem hann kostar ekki mikið, er ekki varanlegur og hægt er að plokka hvar sem er og hvenær sem er svo framalega sem þú hefur plokkara, spegil og gott ljós.

2) Þegar velja á augnabrúnum sínum lag þarft alltaf að taka mið af andlitslagi og lagi augnabrúnanna sjálfra. Augnabrúnir skiptast í fimm grunnform; bugðótt, hvasst horn, mjúkt horn, bogadregið eða beint. Þegar andlitslag er tekið með í reikninginn eru grunnreglurnar þessar: Ávalt-tekið mið af smekk, kringlótt-háar augnabrúnir, ytri endi helst hærri en sá innri, stuttur hali, hjartalaga-hálfmánalagað, langt-beint, kantað-sterkar, hvassar brúnir, demantslaga-bugðótt.
Þetta eru bara grunnreglur sem óþarf er að fara eftir, og muna að það kemur aldrei vel út að ætla að breyta lagi augnabrúna sinna. Það sem virkar er að forma sína eigin náttúrulegu lögun.

3) Grunreglan hér er að sértu ljóshærð ættiru að velja augnabrúnapensil tveimur tónum dekkri og sértu dökkhærð ættiru að velja þér augnabrúnapensil tveimur tónum ljósari. Aldrei nota svartan lit á augnabrúnirnar, jafnvel þótt þú sért svarthærð, vegna þess að þá munt þú líta óeðlilega út. Alls ekki láta húðflúra á þig augnabrúnir, það þýðir að þú þarft að halda þig við sama hárlitinn líka allt þitt líf.

Þá er að byrja að plokka.

1) Plokkaðu augnabrúnirnar í góðri dagsbirtu, það er besta ljós sem þú hefur völ á og í því sérðu hár sem þú sérð ekki við aðrar aðstæður. Notaðu stækkunarspegil (passaðu samt að missa ekki yfirsýn yfir það sem þú ert að gera) og góðan plokkara. Plokkari er ekki góður ef hann lokast ekki fullkomnlega þegar þú þrýstir honum saman.

2) Ef þú villt minnka óðægindi sem fylja plokkun, plokkaðu þá augnabrúnirnar þegar þú ert ný komin úr sturtu og húðin er opin. Einnig er hægt að deyfa svæðið með ísmola. Ekki plokka þegar þú ert á túr eða alveg að byrja, þar sem blæðingar lækka sársaukaþröskuld.

3) Byrjaðu á því að plokka allt hár á milli brúnanna.

4) Reyndu að sjá út hvernig augnabrúnirnar munu líta út eftir að að þú hefur plokka þær eftir að þú hefur plokkað þær eftir þeim lögun sem þú hefur áhveðið. Sumar lita það svæði með hvítum augnbýanti sem þær vilja að haldi sér, og er það ágætis hugmynd, þá ertu að minsta kosti örugg um að plokka ekki of mikið. Hægt er að sjá út hvar brúnin ætti að byrja og enda með blýanti. Þá leggurðu blýantinn fyrst lóðrétt meðfram nefbroddi þínum. Þar sem hann mætir augnabrúninni ættiru að vera þar sem hún byrjar. Svo leggurðu blýantinn á milli nasavængjanna og ytri augnakróksins. Þar sem blýanturinn mætir nú augnabrúninni ætti að vera þar sem hún endar.

5) Byrjaðu nú að plokka. Þú plokkar neðri hlið brúnanna, ekki efri, byrjar innst og færir þig svo út. Plokkaðu fyrst bara þau hár sem greynilega eiga að fara og farðu svo í að fínpússa þær. Varlega, passaðu að fá ekki kast og ofplokka því það er mjög ljótt og tekur 2-4 vikur að vaxa aftur. Forðastu það að láta augnabrúnirnar byrja í kekki og króg og láta þær svo mjókka skyndilega út. Það lítur aldrei vel út.

6) Strúktu yfir með sótthreinsunarvökva.

7) Fylltu nú í göt með augnabrúnapensli eða bursta sem dýft er í augnskugga. Augnbrúnapensillin má ekki undir neinum kringumstæðum vera of harður því þá fara brúnirnar að líta óeðlilega út. Mælt er með því að strúka í gagnstæða átt við hárvöxtinn þar sem það lítur eðlilega út.

8) Viljiru ekki nota lit í augnabrúnirnar er samt góð hugmynd að láta smá gel eða vax á þær, bara svona rétt til að þær ýfist ekki upp. Í guðanna bænum passaðu þig á að láta ekki of mikið.

Jæja þá er ég búin að leyfa ykkur að lesa þetta með þær og vona að þið lærðuð eikkað!

Kveðja Stína