Miss Universe 2003
Fegurðarsamkeppnir hafa mikið verið í umræðunni hér á huga og almennt í fjölmiðlum undanfarið. Ég var stödd í Köben í síðustu viku og kveikti á sjónvarpinu á laugardagskveldi. Í kassanum var Miss Universe 2003.
Ég hef í raun alltaf haft gaman af því að horfa á svona keppnir og ekki haft neitt sérstaklega útá þær að setja. En núna breyttist það eitthvað, ekki þó einungis útaf þeirri grunnhyggju sem þessar keppnir byggjast á heldur hvernig fyrirkomulagið í keppninni var.



Keppnin var haldin Í Panama City, Panama. Keppendur voru 70 og þar á meðal var Manúela Harðardóttir ungfrú Ísland 2002. Glingrið í keppninni var í sjálfu sér mjög stórkostleg og keppnin hin glæsilegasta. Sem gefur að kynna að lönd eins og Panama geta mjög vel staðið undir þeim væntingum og kröfum að halda stórviðburði með stæl. Þess má geta að stuttar kynningar á Panama sýndu að það má vel hugsa sér að ferðast þangað ef kostur gefst til.

Mjög fljótlega var “köttað” niður í fimmtán keppendur, ég gat varla séð eitt einasta andlit af þessum 70 keppendum áður en það var gert. Greyið Manúela féll víst í yfirlið sökum hita. En þegar hér var komið við sögu gat ég nokkurnvegin gert upp við mig hver mér fannst sætust (eins og líklega margir gera).
Farið var í gegnum þetta hefðbundna, s.s. kvöldkjólar, sem margir voru glæsilegir og svo baðfötin auðvitað.
Næst urðu þær 10 og svo loks 5. Þá byrjaði þetta að verða ansi hlægilegt og loðið.
Þessar fimm voru; Japan, Dominíska Lýðveldið, Serbía & Montenegro, Venesúela og Suður Afríka.

Þá áttu dómarar og áhorfendur að fá að kynnast þessum “final five” nokk betur. Tekið var bókstaflega augnabliksviðtal við þær og svo áttu þær að svara spurningu, sem þær völdu af handahófi, sem hinir af “final” keppendunum höfðu samið.



Gagnrýnandi að nafni Kelvin Quintyne orðaði þetta mjög vel sem sýndi fáránleika þessara athafna. Sem hljóðar svo;

“What kind of a question is ‘If you could be fire or water, which would you choose and why?’ That was the question posed by the eventual winner from the Dominican Republic which was answered by Miss Serbia and Montenegro. I would have given Miss Serbia the crown just for her answer alone. She is the only one who gave a stupid question a sensible answer that showed up just how silly it was. She had to remind that she was a human being and refused to give an answer to the question. Now she was a winner.”

“The part that amazed me was that the question came from the reigning Miss Universe. Now, if that is a reflection of the brains that are required to hold such a title and represent the organisers and sponsors, I think the standard is quite low, I don’t care what level of education she has acquired. From the reigning queen, who was supposed to be a role model for young women all over the world, that was just plain ridiculous.”

“However, when I see what passes for beauty in terms of overall deportment, in addition to the ridiculous question-and-answer segments at some local and international pageants, I can’t bring myself to take them seriously. And watching the most prestigious queen show in the world last Tuesday night certainly did nothing to change my opinion of such things.”


Og svo má þess geta að kynnarnir, sérstaklega gaurinn að nafni Billy bush, voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þar sem margir af keppendum voru ekki með ensku að móðurmáli, mátti sjá að kynnarnir töluðu svoldið barnalega til þeirra eða töluðu sín á milli eins og þær skildu ekki stakt orð í ensku.

Sigurverari keppninnar var Amelia Vega frá Dominíska Lýðveldinu. Ég ætla ekki að taka fram hin sætin (nema kannski 1’st runner up sem var Mariangel Ruiz frá Venesúela), því þau skipta engu máli og eru asnaleg eins og Hrönn nokkur Sveinsdóttir orðaði.

Ég mun alltaf hafa lúmskt gaman af þessu. Fegurðarsamkeppnir verða til áfram staðar er ég viss um, þetta er orðin hefð og fastur liður og lítið hægt að breyta þessu. Þetta er ein af þröfum mannsins til að sýna mikilfengleika sinn, að mínu mati.