Ég skil ekki þegar fólk segir að stelpur ÞURFI ekkert að hlusta á allar þessar kröfur um að vera ýkt grannar og flottar. Þetta er ALLS staðar í kringum mann. Ekkert BARA í sjónvarpinu, tímaritum og öllu svoleiðis. Ég á t.d. vinkonur sem eru frekar mjóar. Ein þeirra er um 50 kg (165cm) og lítur á alla sem eru meira en það sem offitusjúklinga. Ég sjálf er t.d. miklu þyngri en það, 65 kg, (168cm)og er búin að vera í silljón megrunarkúrum sem enda alltaf með því að ég enda í sömu þyngd aftur. Það fer líka ekkert smá í taugarnar á mér þegar hún er að tala um einhverjar gellur sem voru með okkur í grunnskóla og segir: dísess…ég sá …..um daginn og shit! hvað hún er búin að fitna! Hún er bara virkilega FEIT! Svo kannski sé ég sömu manneskjuna daginn eftir og þá er manneskjan alveg ótrúlega passleg(finnst mér). Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu afmynduð manni finnst maður þá vera…! Þess vegna sem mér finnst að fólk ætti aðeins að hugsa…því maður kemst ekkert hjá því að heyra hvernig maður á að vera…beint eða óbeint. Mér þætti gaman að heyra frá ykkur…hvernig er þetta í ykkar vinahópum? Og í alvöru…finnst strákum í alvöru flott að vera 50 kg og undir? (Ég er ekki að segja að maður þurfi að vera jafn þugur og ég samt sko!!! og er ekki að afsaka mína þyngd!)