Ég er búin að verað lesa greinarnar hérna hjá sumum ykkar og ég skil einfaldlega ekki hvað fólk fær útúr því að setja útá það hvernig fólk klæðir sig!
Fólk hefur bara mismunandi smekk, sem betur fer! Ekki væri ég til í að lifa þar sem allir væru alveg eins, fíluðu það sama og gerðu allt alveg eins! Það er gott að hafa eitthvern fjölbreytileika!
Og það að vera að gera lítið úr fólki sem fylgir ekki tískunni!! Þvílíkur óþroski!!
Fólk á að velja sér föt sem þeim finnast flott eða þægileg, ekki eitthvað sem að öllum hinum finnst flott! Auðvitað gott mál ef mar fílar það sem er í tiskunni, en það þarf ekki að lítillækka fólk sem fylgir tískunni ekki!

Klæðið ykkur eins og þið viljið en ekki eins og aðrir vilja að þið klæðið ykkur! Þið eruð þið sjálf og eigið ekki að þurfa að vera eitthver annar bara til þess að ganga í augun á eitthverjum öðrum!