The Body Shop Ég fór á Body Shop síðuna, www.thebodyshop.com og fann þessar upplýsingar:) Þetta er mjög flott síða, þau lýsa öllum vörunum og þú getur fundið staðsetninguna á hvaða Body Shop verlsun sem er, hvar sem er í heiminum!
Ég t.d. á heima á Akureyri og skrifaði það, þá kom fyrst kort af Íslandi, svo gat ég soomað nær og nær þangað til ég var komin með skýrt kort af Eyjafirðinum og þá kom einning staðsetningin á búðinni og símanúmerið!

Smá upplýsingar um verslanirnar og vörurnar
Body Shop er með verslanir í 50 löndum og yfir 1900 verslanir, verslanirnar eru á 25 mismunandi tungumálasvæðum og 12 tíma beltum!
Body Shop hafa alltaf trúað að viðskipti snúist mest megnis um mannleg samskipti.
Árið 1999 var merkið Body Shop valið sem annað mest treystandi merkið í Bretlandi. Árið 1997 var sagt að það væri í hópnum með 27 öðrum snyrtivörumerkjum sem þau bestu í heiminum. Árið 1998 var sagt að Body Shop væri í 27. sæti yfir þau merki sem fólk bæri mesta virðingu fyrir.
Body Shop var fljótt að færast frá einni lítilli verslun í Brighton á suðurströnd Englands, með aðeins 25 handgerðar vörur til að selja, til að verða stórt fyrirtæki á heimsmarkaðinum. Fyrirtækið er með herferð á móti misnotkun á mannréttindum, hugsar vel til dýranna og vill stuðla að hreinu umhverfi.

Svo í lokin kemur hérna smá upplýsingar hvað hefur verið um að vera hjá Body Shop árið 2003.
Í mars 2003 komu konur saman hvaðan sem var úr heiminum til að fagna með Body Shop fyrsta alþjóðlega konudeginum. Verslanir um allan heim héldu veislur til að fagna með konunum og skemmta sér. Body Shop kynnti frásögnina um tvö women-only samtök. Þessi samtök hafa stuðlað að því að færa konum tækifæri í lífinu og í samfélaginu.

Þarna er hægt að sjá að Body Shop eru ekki aðeins snyrtivöruverslanir heldur eru þetta eins konar samtök sem eru að reyna að bæta heiminn;) Þau hjálpa börnum í þróunarlöndum og ég gæti talið upp endalaust… Svo eru þetta líka mjög góðar vörur sem er boðið upp á hjá þeim:p

Kv. Sweet ;)
Játs!