Hver hefur ekki tekið eftir því að þröngar buxur, sem eru svo útvíðar að neðan að þær geta hulið allan fótinn, eru mikið að koma í búðirnar núna!

Þegar ég sá þessar buxur fyrst þá greip ég alveg inní og keypti \\\“Eitt stk. Strax\\\”

Buxurnar eru mikið úr grófu flaueli eða bara þessum venjulegu buxnaefnum.

En koma þessar buxur ekki mikið frá hippatískunni, útvíð og frjálsleg föt einkenndu mjög hippatískuna á hennar tíma!!

En svo er það diskó tímabilið!! Ef maður horfir á mindir frá diskó-tímabilinu þá sér maður mikið af þessum buxum koma fyrir.

Mér persónulega finnast þessar buxur mjög smart!! Hvað finnst ykkur??

Og svo var ég líka að pæla hvort að hippa-tískan og diskó-tískan væru eitthvað að fara að blandast í eina tísku?

Hippatískan kom mikið fyrir í sumar og er maður farin að finna þefinn af diskóinu!! Svo spurningin er: Er að mindast \\\“Diskó-hipp\\\” tíska?? ;)

darma….wondering!!!