Ég fékk blað um förðun og ætla að skrifa það sem stóða á því:Þ

Umhirða húðar:
Það er mjög nauðsynlegt að hugsa vel um húðina, það þarf að þrífa hana á hverjum degi!
Best er að nota hreinsikrem, andlitsvatn og svo gott rakakrem.
Hreinsikremið er sett á andlitið og síðan tekið af með blautum þvottapoka eða bómull.
Ef einhver augnmáling er þá er best að taka hana af með augnhreinsivökva.
*Andlitsvatn er sett í bómul og sett á húðina
*Síðan er gott rakakrem sett áþ
*Þetta er mjög gott að gera á hverju kvöldi.

Farði:
Tilgangur:
*Gerir húðina slétta
*Jafnar út litamismun
*Ver húðina fyrir utanaðkomandi áhrifum, t.d. ryki, kulda, þurru lofti og útfjölubláum geislum.
Mestu máli skiptir að velja réttan lit á farða, alls ekki nota og dökkan lit. Best er að finna út lit sem passar við húðlitinn á hálsinum.
Notið rakan meiksvamp til að setja meik á, en það þarf að passa vel upp á að meikið verði ekki ójafnt og flekkjótt.
Alls ekki nota og mikið meik og hafa þykkt lag, passa að sjáist engin skil þannig að það myndist meykgríma.
Ef hylja á bauga á að nota hyljara sem er ljósara en meik.

Púður:
Oft þarf aðeins að púðra yfir meik til að andlitið glansi ekki of.
Einnig er til púðurfarði sem hægt er að nota í staðinn fyrir meik. En þá gilda sömu reglur ekki of mikið eða of dökkt.

Augun:
Í dag er lítil förðun í tísku.
Fallegast er að setja annaðhvort einn ljósan lit yfir allt augnlokið uoo að augabrún, eða aðeins dekkri yfir augnlok og jóst upp við augabrún.
Varist að setja of þykka og dökka eylinerlínu, oft er gott að nota mjóan augnskuggapensil og augnskugga og setja línu þannig við augun, þá verður hún ekki of skörp.

Augabrúnir:
Ef þarf að dekkja augabrúnir notið þá dökkbrúnan augnskugga og mjóan pensil, alls ekki nota svartan blýant. Passið að gera jafna línu og að búa ekki til trúðaaugabrúnir.
Ef á að plokka augnabrúnir, varsti þá að hafa þær og mjóar.

Varir:
Ekki gera of dökka línu í kringum varir, gott er að nota t.d. natrual varablýant og setja gloss eða ljósan varalit inní.

Kinnalitur:
Ef þið viljið nota kinnalit, þá er best að nota bronspúður og setja rétt undir kinnbeinin, passa að nota ekki of mikið….