Ég var að velta því fyrir mér hvort að það sé einstaklingsbundið hvað mikið af stöðurafmagn helðst uppí fötum sem að maður er í. Þá á ég við það að fötin verða rafmögnuð, sérstaklega gerviefnin. T.d ef að verið er í polyester og næloni, þá er það alltaf orðið svo rafmagnað eftir smá tíma. Kannast fleiri við þetta vandamál? Ég veit að til eru svo kölluð mýkingarefni sem að notuð eru við þvott en þau laga þetta að hluta en ekki alveg. Ég heyrði sögu um daginn að kona sem að er kerfisfræðingur og vinnur við tölvur, hefi eyðilegt tölvuna vegna þess að hún var í næloni næst sér, nælonsokkabuxum og polyester fötum, þannig að hún hafi orðið svo hlaðin “rafmagni” að það hafi verið orsökin. Ein flugfreyja sem að ég þekki sagði mér líka að þegar hún hafi verið í nælonsokkabuxum á flugi og komi heim, þá sé hún svo hlaðin rafmagni að allir sem hún komi við fái smá skot. Margar konur sem að eru að keyra og eru í nælonsokkabuxum og líka öðrum gerviefni fá svona straum þegar þær fara út úr bílnum og koma við hann. Kannast fleiri við þetta?