Ég veit að það hafa verið margar greinar áður um þetta sama en samt……

Stelpur hafiði tekið eftir því að þegar þið eruð t.d. að koma i nýjum buxum í skólann er það fyrsta sem er sagt við þig ,,varstu að fá buxur? Er þetta disel” og þú segir já, þá er þetta ,, vá gekt flottar hvar keyptiru þær?” , en ef þú segir nei þá verður það bara ,,já soleis”. Hafiði aldrei tekið eftir þessu að það er alltaf spurt fyrst um merkið og búðina. “ svo er sko flottast að vera í dýrum fötum “ .

Þetta er líka svona með íþróttaföt, þú verður að kaupa Nike eða Adidas annars er það ekki flott, eða sko segja sumir. Afhverju þarf þetta allt að vera með einhverjum merkjum (samt er ég sko snobbari) ? Ég meina kommon, þúst akkerju þurfa skólatöskur líka að vera með sérstökum merkjum!

Ég til dæmist hætti alveg að ganga í fötum í hagkaup í 6 eða 7 bekk þegar það var stelpa sem benti á mig og sagði að ég væri í fötum úr hagkaup og hló. Og ég var bara ekki alveg að fýla það, og fer bara í hagkaup til þess að fara í snyrtivörudeildina!!

Hvað finnst ykkur um Hagkaup???

Afhverju er svona mikið snobb á Íslandi, þetta er ekki svona allstaðar!!!

Eru þið snobbarar?