Kæru hugarar

Ég horfði á keppnina í sjónvarpinu eins og svo margir og fannst úrslitin mjög fín allavega hefði ég valið þetta einhvern veginn svona í sætinn ef ég væri dómari :)

En já það var Rakel McMahon sem var kjörin Ungfrú Ísland.is í gærkvöldi í höfðustöðvum B&L sem hýstu fegurðarsamkeppnina. Rakel er 19 ára nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi og starfar með náminu í versluninni Mango í Smáralind.

Í öðru sæti var Jónína Björk Vilhjálmsdóttir sem er 22 ára og er í viðskiptafræði í háskólanum í Reykjavík.

Í þriðja sæti var síðan stelpa frá Rússlandi en hefur búið hér í 7 ár, Svetlana Akoulova sem er nemi í fjölbraut í Breiðholti.

Oftast í fegurðarsamkeppnum er ég ekkert rosa ánægð með stelpurnar sem eru valdar í þrjú efstu sætin eins og í Ungfrú Reykjavík seinast en fannst þetta ansi góð úrslit en segið ykkar skoðun á því ;)

Kv. Hallat