Ég ákvað að skrifa aðeins um það að skólarnir eru farnir að skipta sér svolítið mikið af klæðnaði stelpna. Kannski á þessi grein ekki beinlínis heima á Tíska & útlit, en ég er að tala um föt og ákvað því bara að setja hana hér.

Auðvitað má nú kannski ekki fara yfir ákveðin mörk, og ég veit alveg að sumar stelpur fara langt yfir þessi mörk. Koma í stuttum bolum, flegnir niðrá maga með g-strenginn uppúr buxunum. Þetta er kannski einum of, en þetta er víst tískan núna. Tískan núna er að mörgu leyti frekar fleginn, og greinilega það fleginn að það er búið að banna hluta af henni í mínum skóla. Og nú er búið að hræða stelpur með því að ef þær komi í bolum sem eru of flegnir þá er þeim skellt í risastóra, gula Cheerios boli;) mér finnst það nú bara fyndið. Þessi hugmynd kom þegar það kom í fréttunum að einn skóli í Noregi hefði ákveðið að skella öllum stelpum í svona stórar gular peysur ef þær kæmu of glennulega klæddar í skólann.
Og ein af ástæðunum held ég að sé sú að það trufli strákana að sjá g-strenginn, eða of flegna boli. Common strákar, þetta eru nú bara nærbuxur. En reyndar finnst mér öfga ljótt að tosa
g-strenginn uppúr buxunum og ganga svoleiðis um, en sumum finnst það flott. En ef strákarnir truflast við það að sjá í g-strenginn (sem á það til að sjást óvart) geta þá stelpur ekki alveg eins truflast við að sjá boxerinn þeirra uppúr gallabuxunum. Er það ekki nánast það sama? ;)

Finnst ykkur að þetta sé rétt? á að banna stelpum að vera klæddar eftir nýjustu tísku, eða á bara að setja mörk. Eins og ég sagði voru sett mörk í mínum skóla og mér finnst það eiginlega bara allt í lagi. Eða á kannski bara að leyfa þetta og segja strákunum að horfa bara framhjá þessu?;) en annars veit ég ekki. Hvað finnst ykkur um svona mál?