Jáhá, þetta er það sem ég hef tekið eftir! Tískan frá c.a. 1983 að ég held, sé að koma aftur…

Legghlífar: Þá er ég ekki að meina fótboltalegghlífar heldur úr svona prjónaefni, sem eru í öllum litum og það er mikið um það að þær séu röndóttar. Ég fýla þær í botn, þessar legghlífar sem eru svona sem þú setur yfir buxurnar, en þær eru mjög flottar við pils, en þar sem það er ekki nógu gott veður hér á Íslandi er
það því miður ekki hægt nema að frjósa á löppunum, en það eru líka að koma leggingsbuxur sem er auðvelt að setja legghlífarnar yfir. (kannski hljómar etta ekkert vel með leggings buxurnar en það breytist örugglega ",)

Griflur: Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla þetta, en þetta eru sona hlífar til að setja yfir hendurnar:S Ég er búin að fá mér soleis:) Avril Lavigne er oft með sona!!

Plastarmbönd: Svo er líka hægt að kaupa í eiginlega öllum tískufatabúðum plastbönd í öllum litum! Það eru mikið af stelpum og strákum sem eiga svona plastbönd!

Netabolirnir: Bæði hermanna litaðir, neon litaðir og auðvitað svartir og hvítir. Mér finnst þeir alveg ógeðslega flottir, enda á ég nokkra. Mér finnst neon litirnir vera geðveikt flottir og sérstaklega bleiku. þú getur notað þessa netaboli við eiginlega bara allt.
Þessir bolir eru til eiginlega alstaðar, í mótor eru alveg rosalega flottir bolir. Líka sona venjulegir bolir, t.d. með brosköllum og mynd af visakorti sem stóð á BROKE. Mér finnst þeir bara snilld.

Skór: Það sem er að koma mikið núna er skór sem mér finnst mest lýkjast nornasportskóm með hæl! Þeir sem fatta ekki hvað ég er að tala um og eru með gott ýmundunarafl geta hugsað þetta svona; þu tekur adidas skó og límir buggles fremst á tána og spreyjar það í sama lit og skórnir svo negliru hæl á skóna:) mér finnst þeir ekki flottir. Táin er mjög hvöss núna en rúnast með haustinu!

Hvað ætli sé so næst? Kannski axlapúður og sítt að aftan;) hahaaa