Ég er sjálf með mjög feitt hár og þarf því að fara vel með hárið.
Þar sem mamma mín er hárgreiðslukona fæ ég alveg réttu meðferð í sambandi við að halda hárinu hreinu sem lengst.
Ég nota sjampó fyrir feitt hár,nota mjög litla næringu og bara í endanna það má ekki setja í allt hárið þá verður það bara aftur feitt.
Það má heldur ekki nota alltaf húfu þá verður það feitt.
Og ekki fikta í hárinu.
Það má ekki þvo hárið með sjampói á hverjum degi.
Það er betra að láta djúpnæra hárið á hárgreiðslustofum öðru hverju. Það er mjög gott fyrir hárið.
Í sambandi við að nota réttu merkin er best að láta fagmann á stofum hjálpa þér.
Ég vona að þetta hafi frætt ykkur eitthvað um hvernig á að fara vel með hárið.

Kv csgirl (stella)
-Stella BjöRt!;*