Sumartískan Ok ég var svona að pæla það eru allir þessir þættir og auglýsingar þar sem verið er að fjalla um sumartískuna.

Í einni auglýsingu var sagt að tískan í vor væri minipils, há stígvél og netabolir.

Í annarri var sagt að sumar og haust tískan í ár væru röndótt föt, töskur, hattar og fleiri fylgihlutir.

Í enn annarri er sumartískan skær föt og hermannaföt.

Og í enn annarri bleik og fjólublá föt.

Svo hvernig fötum ætlið þið að vera í?

Tískan er mismunandi sem ég skil vel en hverju farið þið eftir? Fariði eftir búðunum eða er eitthvað ákveðið sem ykkur finnst flott?

Finnst ykkur flottast að vera í sívinsælu hermannafötunum eða höfða skærir litir frekar til ykkar?

Fariði alltaf eftir sumartískunni á hverju ári eða er það bara eitthvað ákveðið sem þið viljið vera í?

Endilega svariði þessum skrýtnu pælingum mínum ég er forvitin.
Computer says no