Mér finnst fermingarfötin 2003 í skárri kantinum
heldur en hefur verið undanfarin ár, fyrir utan kínakjólana og hermannabuxur undir pilsi. Annars eru þau eru falleg og stílhrein, eins og fermingin ætti að vera. En svo, eftir nokkur ár,horfir fólk kannski á fermingarmyndirnar sínar með skömm og ógeði: ooJJJ!!! ótrúlega eru þetta ljót föt! hvernig GAT ég farið í þetta? Og skammast sín fyrir þau í meiralagi. Þess vegna spyr ég: Er ekki mikið betra að fermast í klassík, upphlut eða peysufötum? Flauelsdragtirnar falla reyndar seint úr tísku, en samt… Upphluturinn er enn í tísku, eftir ÖLL þessi ár! Hvað finnst ykkur?
Margir vinir mínir leystu þetta þannig: þau fermdust í upphlut/peysufötum, og keyptu önnur föt til að vera í í veislunni. en auðvitað þarf að taka tillit til þess að það eiga ekki allir upphluti/peysuföt og það hafa ekki allir efni á dýrum drögtum og kjólum!

*KaffiBaun*
kv Kaffibaun :)