Jæja stelpur…
Ég var að kaupa mér gallabuxur fyrir ekki svo löngu síðan.
Þetta voru alveg fínar gallabuxur en málið var að þegar ég var í búðinni þá mátaði ég fyrst buxur sem voru alveg mátulega síðar á mig. En vandamálið var það að ég gat ekki komið mjöðmunum og rassinum í þær (ekki það að ég sé neitt feit…).
Þá reyndi ég náttúrulega næstu stærð fyrir ofan og jújú ég komst alveg í þær of þær voru alveg fínar en þær voru alla vega 10 cm of síðar!!! Ég verð svo pirruð þegar ég lendi í svona (ekki það að það sé eitthvað stórkostlegt vandamál að stytta þær… En samt)! Og þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu og ég veit um fleiri sem hafa lent í þessu sama.
Er verið að miða þennan tískufatnað eftir stelpum með anorexíu eða ? Ég meina meiri hlutinn sem kaupir þetta er svona 13-20 ára (eða eitthvað þannig) stelpur og þá eru þær farnar að fá mjaðmir og svona þannig mér finnst nú lágmark að taka tillit til þess í tískuhönnun..
En hvað finnst ykkur? Hafið þið lent í þessu?