Skólabúningar eru notaðir í mörgum erlendum skólum og hefur það komið misjafnlega út, hvernig fólki hefur líkað það.
Ég sjálf er á þeirri skoðun að skólabúningar séu jákvæðir þar sem enginn myndi skara útúr vegna fatanna.
En ef það yrði komið upp svona kerfi í íslenskum skólum, yrði fólk þá ekki bara lagt í einelti útaf útliti eða persónuleika en ekki fata, eins og svo oft gerist?
Ég hef verið að hugsa um það að stelpuskólabúningarnir eru oft stutt pils og skyrtur, og peysa, háir sokkar og svartir skór.
Það myndi engann veginn ganga upp á Íslandi vegna veðurfars og myndu krakkarnir bara verða veikir.
Svo er það málið að setja upp skólabúninga og hafa það bara svartar buxur og skyrta og peysa, sem er auðvitað ágætis lausn þar sem allir geta gengið í buxum og skyrtu.
Hvað finnst ykkur, ætti að setja upp skólabúninga á Ílsnadi og afhverju eða afhverju ekki?

Kveðja
Gulla J.