Ég vissi ekki alveg hvar ég ætti að pósta þessari grein því mér finnst þetta málefni eiga við alla neytendur, en þar sem þetta á helst um snyrtivörur ákvað ég að setja hana hingað.

Ég er algjörlega á móti prófun snyrtivara á dýrum, ég geri mér hins vegar grein fyrir því að enn sem komið er eru dýratilraunir illnauðsynlegar í líftækniiðnaðinum (lyfjaþróun o.s.frv.) Ég hef þess vegna reynt að kaupa vörur sem ég tel að ekki séu prófaðar á dýrum en eftir að ég las <a href="http://www.uncaged.co.uk/pg.htm“>þessa grein</a> sá ég að það er allt annað en auðvellt. Hvet ég nú alla til að fara og lesa greinina sjálfa. Þar segir frá framleiðandanum Procter & Gamble sem stendur fyrir víðtækum dýratilraunum til að prófa vörur sínar og þar sem evrópu sambandið hefur nú samþykkt að árið 2009 verði bannað að prófa snyrtivörur á dýrum innan sambandsins þá hyggst P&G að flytja rannsóknastofur sýnar annað til að komast undan banninu. Þar sem ég sat og las þessa grein hugsaði ég með mér að eflaust hefði ég nú ekki keypt mikið af vörum frá þessum framleiðanda en las svo yfir listann (sem er ekki tæmandi) yfir vörumerkin sem P&G framleiðir þar er m.a.
Always dömubindin
Ariel og lenor þvottaefnin
tampax
pringles
hárvörur frá pantiene pro-v og head & shoulders
max factor
pampers bleyjur

og fleiri og fleiri og fleiri merki.
Allar þessar vörur hafa sem sagt á einn eða annan hátt verði prófaðar á dýrum. P&G framleiðir einnig dýrafóður sem heitir IAMS og þar hafa fjöldi katta og hunda verið fórnað til að þróa hinn ”fullkomna" katta/hundamat. Kettir skornir upp og fylgst með hvernig maginn meltir trefjar, nýru skemmd í hundum og svo fylgst með hvernig fæði hefur áhrif á hunda með skerta nýrnastarfsemi eru dæmi um tilraunir sem þetta fyrirtæki hefur staðið fyrir.

Nú vil ég hvetja alla að sniðganga vörur frá þessum framleiðanda (stendur yfirleitt aftan á vörunni hver framleiðandinn sé) og kaupa frekar aðrar sem hafa verið framleiddar með mannúðlegri hætti.

Kveðja batteri
kveðja batteri ;)