Ég ætla að skrifa þessa grein til þess að tékka aðeins á hugarfari ungs fólks.
Ég er 19 að verða tvítug og ég mála mig ekki nema í þau fáu skipti sem ég fer á djammið. Ég klæði mig aldrei upp, er yfirleitt bara í joggingbuxum eða gallabuxum, peysu eða bol.
Ég er mjög sátt við útlitið mitt, er með góða húð og þarf ekki meik. Ég eyði frekar mínum pening í húðvörur en make up.
Ég sé svo oft stelpur sem hafa eytt ábyggilega klukkutíma eða meira fyrir framan spegilinn í að mála sig og vitiði hvað? Þær líta ekkert betur út en við hinar sem viljum vera náttúrulegar. Það er ekkert sérstakt við það að mála sig mikið, ég vil frekar vera náttúruleg dags daglega því að þá tekur fólk betur eftir breytingunni þegar maður vill vera fínn. Það er ekkert gaman að eyða öllum þessum tíma í að verða fínn ef enginn tekur eftir neinni breytingu.
Ég vil fá að vita hvað ykkur finnst um þetta og hvort ykkur finnst náttúrulegt útlit fallegra en málað eða öfugt.
Þið kannski afsakið stafsetninguna og uppsetninguna á greininni ;)
Helga