aukahlutir! Hæhæ hugarar og gleðilegt nýtt ár!

Ég hef verið að velta fyrir mér öllum aukahlutunum sem skipta máli svo sem hálsmenum, eyrnalokkum, hringjum, armböndum, ökklaböndum. beltum, veskjum já bara öllu þessu glingri sem erum að skreyta okkur með. kannski erum við eins og skreytt jólatré ef við erum að nota þetta allt í einu.

Líka ef þú ert í flegnum bol finnst mér flottast að vera með áberandi hálsmen við.

Mér finnst flott að vera með eyrnalokka, lafandi eða litla lokka eins og demanta við spariföt og hringir í öllum stærðum passa við allt finnst mér.

Belti er hægt að nota til annars en að halda uppi buxunum það má nota þau við mjaðmaguxur, gallabuxur, sparibuxur, kjóla og pils eða bara allt. Samt finnst mér að ef við erum að nota belti sem fylgjihlut þá má hann ekki vera í allt öðrum lit en fötin sem maður er í en það er svo líka hægt að vera með gull eða silfurlitað belti ef maður vill.

Mér finnst ekki smart að vera með td. gillhálsmen og eyrnalokka úr silfri við og síðan jafnvel belti með gullspennu heldur finnst mér að allt eigi að vera annaðhvort úr gulli eða silfri.

Hlekkjaarmböndin finnst mér vera alger snilld og gaman að safna hlekkjum í þau enda ekkert smáúrval til af þeim. Og ef vinkona manns á þannig er alltaf hægt að gefa henni hlekk í afmælis-eða jólagjöf.

En allavegana þótt maður sé sjúkur í alla þessa aukahluti má maður alls ekki ofskreyta sig eins og gömlu skvísurnar á elliheimilinum gera eða hvað?