Kæru Hugarar
Nú fer að styttast í að áramótin renni upp og eftir fáeina daga rennur upp nýtt ár.
Upp á síðkastið hefur verið sendar greinar inn og korkar um þetta en því ég nenni ekki að láta þetta inn sem spurningu vil ég frekar hafa þetta sem grein.
Nú eru aðfangadagur búin og gamlársdagur tekur við og þessir dagar eru svona helstu dagarnir sem allir ætla að verða fínir og vera í fínum fötum.
En ég var að hugsa hvernig maður ætti nú að vera klæddur og í stað þess að hafa þetta sem spurningu eins og ég sagði áður ætla ég bara að spurja þessarar spurningar í þessari grein.
Hvernig ætlar þú að verða klædd/ur á gamlárskvöld, ætlar þú að vera í buxum og bol, kjól, eða pilsi og bol, ef þú ætlar að vera í einhverju öðru og þá hverju??
Endilega svaraðu þessari spurningu en núna akkurat þegar ég sendi inn þessa grein langar mig að spurja hvort þið skiftið um föt þegar þið farið að sprengja upp rakettur og öðru eða verðið þið í sömu fötunum þá og þegar þið eruð að borða.
Það er voðalega misjaft með mig en það er kannski það líka að ég er ekkert fyrir að sprengja mikið.

En endilega skemmtið ykkur vel um áramótin og vonandi eigið þið eftir að eiga gæfuríkt nýtt ár.
Kv. Hallat