Jæja! Fyrir jól hafði ég ekki hugmynd um í hverju ég ætti að vera, ég á fataherbergi fullt af fötum en ég bara hafði ekki guðmund um hvað ég ætti að fara í. Ég fór að spá HVERSU fín ég ætti að vera, átti ég að fara í síðkjól, pils, buxur, skokk eða….? Þess vegna spyr ég ykkur hugarar í hverju voruð þið á jólunum??
Ég endaði á því að vera í buxum og fínum bol, ég nennti ekki að vera í síðkjól, því síðkjóll þýðir sokkabuxur sem þýðir vesen :/ pilsin fara alltaf á fleygi-ferð og ég á bara einn skokk sem er bara svona hversdagslegur…… hvað er við hæfi á jólunum??

Senn líður að áramótum og ég þegar búin að velja föt og greiðslu :) ég ætla að vera í síðu, ljósu flauelspilsi (sem NB fer ekki á ferð :) ), með geggjað flott belti og í svörtum bol með ljósu munstri. Greiðslan verður frekar fríkuð, hárið allt uppsett og frekar svona wild. Ég er að reyna að finna út hvernig ég get sett seríu (svona með pínulitlum díjóðum (a.k.a seríum) sem gengur fyrir rafhlöðu, fæst í BYKO) í hárið. Það er verkefni fram að 31 að finna út hvernig það verður gert :) En jamm hugarar hvernig verður áramótadressið og greiðslan??

Kveðja snowcat :)