hvar fást...? [og smá fordómar frá mér.] Ég er alveg gjörsamlega að drepast hérna heima á Akureyri, mig vantar jólaföt! Ég er 11 ára og ég er í þessari ömurlegu millistærð þar sem að large í barnanúmerum er of lítið á mig og small í kvennastærð er of stórt! Ég finn hvergi falleg jólaföt á mig! Ég og mammaa fórum í miðbæjinn og fundum alveg ógeðslega flott pils og jakka í stíl úr svona beislituðu flaueli en það var avleg ógeðslega dýrt, 15.000 kall! *WOW* En mig langar ógeðslega í það en það er allt of dýrt, fyrst langaði mig í jakkaföt (ekki svona herrajakkaföt sko!) en þegar við vorum búnar að leita út um allann bæinn og komumst að þeirri niðurstöðu að það eru ekki til jakkaföt á mig skipti ég yfir í kjól! En það virðist bara ekki vera að virka því að það fást ekki kjólar lengur á 10-12 ára stelpur, það er fyrir littlubörnin og svo 6-9 ára og svo fullorðnar konur og unglinga! Ég er allavegana ekki búin að sjá neitt á stelpur á aldrinum við mig! Og líka það að það sé komin svona rosalega flegin föt á börn 2-5 ára! Þetta er alveg hræðilegt. Ég meina það í hagkaup eru föt á lítil börn sem að eru flottari en sum krakka og kvennmans fötin, þetta eru svona flegnir bolir og svona gallabuxur með svona upplituðum skálmum eða eitthvað þetta er alveg rosalega flott en þetta er bara hannað fyrir vittlausann aldur að mínu mati! Endilega komið með skoðanir og endilega komið með uppástungur af einhverri búð hérna á Ak sem að gæti selt kjóla eða ietthvað á aldurinn 10-12 ára! (eða þá bara venjulega tískuverslun sem að selur föt í littlum númerum! :)