Í skólaum mínum er það þannig að 8.9. 0g 10 bekkur eru í stigsvinnutímum fyrir jól. Þá lærum við um eitthvað ákveðið tímabil. Núna verður farið í Disco tímabilið… Síðan þann 20 des verður haldið ball og allir að mæta í fötum eins og þau klæddust á disco tímabilinu. Förum trúlega líka í danskennslu, lærum þá að dansa eins og John Travolta í Saturday night fever!!!! Hann dansaði alveg ótrúlega!!! (var nú samt líka fyndið að sjá hann dansa!) en nú er ég komin út fyrir efnið.. Þannig er það sko að við eigum semsagt að mæta uppdressuð í einhverjum þvílíkum fötum. Í tísku þá voru sko t.d. stuttir kjólar, samfestingar, síðir bolir sem voru bundinir upp á hliðinni, strets buxur, málið er bara að ég finn ekkert til þess að vera í… Mamma er búin að henda öllum sínum fötum frá því tímabili, og ég er það lítil og nett að ég get ekki skellt mér í hvað sem er!!! :(
Maður hefur verið að reyna að redda þessu einhvern veginn, bara gengur hálf illa!!!! En nú er komið að ykkur kæru tískusérfræðingar
að leysa vanda minn (þ.e.a.s ef þið viljið vera svo góð að hafa fyrir því) og hjálpa mér með hugmyndir! ! ! Allar hugmyndir vel þegnar!!!
kv. gudny89
It's a cruel world out there…