Hæ öll sömul. Forvitnin knýr mig til að víkja að einum hlut er varðar tísku og útlit, belti. Hvernig er það með belti við þröngar buxur, notið þið þau eða ekki? Ég hef alltaf notað belti þó að ég sé mjög mikið í þröngum buxum og stundum er spurt að því hvers vegna ég noti belti þegar að buxurnar séu svona þröngar. Kannist þið við þetta og hvað finnst ykkur um það. Hvað mig varðar þá finnst mér það virka á einhvern hátt öruggara að vera með belti þó að buxurnar séu svo þröngar að litlar líkur sé á að þær fari eitt eða neitt þó að allt bili, rennilás og tölur, svo getur beltið verið flott og gefið lookinu dýpri merkingu. Alltaf geta óhöppin skeð, ein stelpa sem að ég þekki og er eins og ég mikið í þröngum buxum, var einu sinni á djamminu í nýju níðþröngu stretch buxunum sem að hún var nýbúin að kaupa sér í Cosmo, en ekki með belti. Það gerðist það sem ekki átti að gerast, talan í mittinu gaf sig og rennilásinn þoldi ekki álagið og mín varð að gjöra svo vel og fara heim og skipta um buxur, ég gat þá baunað því á hana að hún hefði verið betur sett með belti og ekki gat hún mótmælt því. (Þetta voru meira segja svona polyester buxur með gallabuxuna sniði og eins og all flestar gallabuxna týpur með festingum fyrir belti, þannig að það var ekki ástæðan.) Eru fleiri sem að kunna svona sögur og eru belti ekki stór hluti af tískunni? Hvað finnst ykkur?
Kv september.