Ég hef verið á námskeiði undanfarna daga í skólanum. Námskeiðið er tengt verkefninu EGÓ sem var búið til í þeim tilgangi að bæta sjálfsmynd unglinga. Við í EGÓ höfum verið ýmislegt að bralla á námskeiðinu og höfum uppgötvað ýmislegt í sambandi við tískuheiminn og fjölmiðlana sem fáir vissu áður. Þær fyrirmyndir sem við sjáum á hverjum degi og reynum að líkja eftir eru oftar en ekki tómt plat. Sáuð þið t.d. myndina af Sólvegu Zóphoníasdóttur (Ungfrú Ísland) framan á Undirtónum? Þegar henni var snúið við og séð aftan á hana var greinilegt að myndin var mjög mikill tilbúningur. Það var búið að klemma bolinn fastar á hana svo að hann virtist þrengri og mikið búið að róta í hárinu og blása það til og frá til að það virtist þykkara. Húðin framan á var miklu brúnni en þessari ,,aftan frá” mynd og ýmislegt fleira var búið að lagfæra. Myndin sem fór á Undirtónablaðið tók 8 klst. í vinnslu! Svo skoðuðum við ýmsar auglýsingar sem var búið að ,,photoshopa “, stækkka brjóst, setja magavöðva á strákana o. fl. Svo kom það albesta: 80% af öllum sokkabuxnafyrirsætum eru karlmenn! Það segir sig sjálft, strákar hafa miklu lengri lappir en stelpur. Strákar munið það næst þegar þið sjáið fallega leggi í auglýsingum, þetta eru mjög líklega strákalappir ;) Tískuheimurinn er bara plat og ef það er haldið EGÓ námskeið í ykkar grunnskóla þá mæli ég hiklaust með því.
Kveðja, Híbí.