Í fyrra gerði ég ritgerð um tískuna og valdi mér scarlett tískuna, þessi tíska var á 19 öld mjög vinsæl.

Konur á þessum tíma voru alltaf reyrðar svo að mitti þeirra yrði “agnarsmátt og fagurt” við þessi lífstykki sem þær notuðu krömdust rifbeinin og áttu konurnar erfitt með andatdrátt og gang er þetta ástæða fyrir því að oft leið yfir konurnar og því var fundin upp ilmsölt til að losa þær úr yfirliðinu. Einnig var upplyfting á lífstykkjunum til að hækka brjóstin upp svo þau virkuðu stærri og flottari. Álitið var að lístykkið gæti mótað líkamann í óbreytanlegt form, sem það gerði.
Krínólín
Um miðja 19. öldina varð kventískan-eða tíska, því að nú er aðeins átt við kventísku yfirleitt stöðugt viðameir. Upp úr 1840 urðu pilsin svo víð að tvær hefðar konur gátu varla tekist í hendur. Faldur á pilsi gat verið tíu metra víður að neðan. Til að gera pilsin svona víð voru notuð svokölluð krínólín, stíf undirpils úr hrossahári og höri, sem voru styrkt með fiskibeinum og borin með mörgum undirpilsum. Með þessum fyrirennara millipilsin drógu konur feiknarmikla þyngd og þess vegna var uppfinnngin krínólína úr stálhringjum og stálteinum bókstaflega tekin með miklum létti. Að auki höfðu konurnar fæturnar mun frjálslegri í þessu og hið mikla efnis magn hvíldi ekki á þeim lengur, samt voru þessi krínólín ekki þægileg en þau voru þó skárri en hin byrgðin.
Karlatískan
Það kemur auðvitað smá fram hvernig karla tískan var. Karlarnir gengu með pípuhatta á þessim tíma og stafi til að halla líkanum upp að. Hattar voru mjög algengir og vinssælir hjá “herramönnum”
Buxurnar voru frekar þröngar í sniðinu og voru þeir oft í kjólfötum en buxurnar voru helst svartar, hvítar, ljósbleikar og bláar, en þær máttu ekki vera of áberandi. Þeir gengu í támjóum skóm með háum hæl og var mjög vinælt að hafa litla slaufu framan á þeim. Skegg var mjög vinsælt og síðir bartar, hárgreiðslan var mjög oft eins og mennirnir hafi farið í hárlagningu og látið laga á sig krullur.

hvað finnst ykkur um þessa tísku?
(því miður fann ég enga mynd af krínólíni eins og ég ætlaði mér)