Fín förðun allan daginn!

Þú þarft ekki að vera þræll spegilsins og snyrtiveskisins til að halda fersku útliti allan daginn. Við vitum allar hvað það
er leiðinlegt að líta í spegil eftir hálfan daginn og allt er runnið til framan í manni.
En við hér á femin ætlum að leiðbeina þér í að halda varalitnum fínum allan daginn.

Fyrsta sem þarf að gera er að fjarlægja dauðar húðflögur af vörunum, en það getum við gert með mjúkum tannbursta og burstað mjúklega yfir varirnar þar til allar húðflögurnar eru komnar af. Svo skaltu bera á þig góðan varasalva, bíddu í smá stund þar til varasalvinn er kominn inn í varirnar.

Næsta stig er til að varna að varaliturinn renni út í hrukkur eða skorur sem myndast í kring um varirnar, en þá er best að setja smá meik í kring um munninn og á ysta lag varanna, en þetta hjálpar einnig til að halda lagi varanna þegar þú setur varalitinn á.

Fyrir náttúrulegt útlit skaltu sleppa varablýantinum. En ef þú getur bara ekki sleppt blýantinum skaltu nota ljósbrúnan sem sést lítið sem ekki neitt, bara svona rétt til að móta varirnar.

Mattir og fastir varalitir virðast duga oftast lengur heldur en kremvaralitir í túpum sem virðast aldrei þorna á vörunum, þannig að það er mjög auðvelt að éta þá varaliti af. Fyrir extra varanlegan varalit skaltu leita af varalitum sem gefa gnægð af lit, og jafnvel sem litar varirnar svolítið, það er að segja smá litur fer inn í skinnið.

Ef þú hefur lítinn sem engan tíma til að vera að fínisera þig reglulega allan daginn skaltu læra að velja réttu vörurnar fyrir varirnar, leitaðu eftir varalit sem er þannig litaður að það þarf ekki stanslaust að vera að setja hann á aftur og aftur allan daginn.
Gangi ykkur vel stelpur !




grein fengin frá femin.is