Ég var að lesa greinina um að ein stelpa var að spá í því eitthvað um að stelpum í skólanum hennar væri gefið illt auga af því að þær eru ekki eins og aðrar stelpur. Ég meina það hún vildi ekki vera eins og þær, mér finnst þetta frábært að svona típur séu til og þora að vera í þessum fötum og vera öðruvísi málaðar í skólanum þar sem stelpur aðalega spá mikið í fötum. Stelpur eins og hún sem skrifaði greinina senda þau skilaboð að allar ættu að vera eins klæddar og einhverju sérstöku merki. Það skil ég gjörsamlega ekki, eins og ég las að það stóð
Nike: öruglega tískuvara: merkjaflík (hlýtur að vera æði, NOT)
einhvernig veginn sona var þetta, fötin eru rándýr og flott bara ef að það stendur eitthvað merki á þeim, bara af því eiga allir að vera í þessari flík. Í gamladaga voru konur í lífstykkjum sem var til þess að halda maganum á þeim inni en það gerði það líka að verkum að rifbeinin á þeim krömdust, það var bara gert fyrir tískuna. Ef að konur væru ekki þannig voru þær ekki nógu fínar, það er bara bull. En allavega með tískuna, það er viss tíska núna en að virða ekki þann stíl sem aðrir velja sér er fáránlegt. Stelpur og strákar eru lögð í einelti alls staðar vegna þess að þau eru ekki í réttum fötum og í réttu merki, en það hefur engin leifi til þess að segja að þessi föt séu ekki rétt og ekki flott. Þetta er allavega sem að mér finnst að þetta sé alveg fáranlegt að vera að velja mannsekjur eftir því að fólk sé ekki í sömu fötum pg maður sjálfur! SNOBB SNOBB SNOBB!!!!!!!!!!