Ég er ofsa mikið að pæla núna um hvort að strákunum í skólanum finnist ég ekki asnalega klædd og svona ef ég kæmi eitthvað öðruvísi klædd eða máluð en hinar stelpunar! Þess vegna klæðist ég hnífþröngum diesel gallabuxum og svortum þröngum buxum vanalega og mála mig venjulega, er ég bara svona eða gera þetta allar stelpur? Síðan eru c.a. þrjár stelpur í skólanum sem klæðast mjög undarlega og flestir krakkarnir í skólanum gefa tveim af þeim mjög illt auga þegar þær birtast en þessi seinasta er mjög vinsæl, svo að ég yrði gegt hrædd við að ganga í svona fötum! En þótt að mig langi ekkert til að klæðast svona er ég samt að pæla í þessu og afhverju fólk gerir þetta? Finnst þeim þetta töff?? eða bara þægilegra?? Ég þori ekkert að spyrja þær að þessu útaf því að þá yrði bara hlegið að mér fyrir að tala við þær en ég veit samt að vinsæla stelpunni finnist þetta bara þægilegt og hún passar líka mjög vel upp á litasamsteninguna en nördastelpunar geta mætt í rauðum skóm,bláum buxum,fjólublárri peysu og með svarta húfu.
P.s. þessi föt eru mjög víð og svona þröngar peysur!!

svar óskast
kveðja