Skærir litir! Já, ég var að skoða á nokkrum “tísku” síðum hvernig tískan er í dag. Á þessum tískusýningum hefur verið mikið af skærgulu og skærgrænu. Það finnst mér svolítið skemmtilegt því það er búið að vera svo dökkt undanfarið. Svo finnst mér svo leiðinlegt að það eru margir sem þora ekki að kaupa sér svona skær föt. Ég reyndar hef ekki lagt það í vana minn að vera mikið öðruvísi en mér finnst þetta flott! Svona alveg skærgulir kjólar og skærgrænir bolir. Þetta er svolítið öðruvísi og mér finnst kominn tími til.

Ég var að skoða aðallega föt hjá hönnuðum sem eru ekkert vel þekktir hjá almenningi og þar var þetta skæra alveg á fullu. Flott að þeir þori því! En svo kíkti ég á þessa hönnuði eins og hjá Gucci, bara svart. Dolce & Gabbana var með einhvernveginn brúnt og Christian Dior var með svona brúnt líka. Ég er eiginlega komin með leið á þessu dökka lit og vil reyna hvetja fólk nú til að fara leita sér að einhverju skæru og reyna koma því af stað. Ekki vera hrædd við það. En auðvitað ef ykkur finnst það ekkert flott ekki láta mig hafa áhrif á ykkur.

Já, og hvítt. Alveg svona fallega hvítt. Það er mjög flott þegar konur eru í hvítum fallegum kjólum. Eins og t.d. Kate Hudson þegar hún kom í Jay Leno um daginn. Hún er með svona ljóst hár og var alveg rosalega flott. Svo er líka eitt trick fyrir þá sem eru með hvíta húð eða bara fyrir alla sem vilja líta út fyrir að vera brúnir að ganga í hvítum skyrtum, bolum eða peysum eða kjólum auðvitað! Ég heyrði það einhversstaðar að það gerir mann svo brúnan, fer vel með húðlitinn ;)

Myndin sem ég sendi hérna með þessari grein er eitt af góðum verkum Julians Macdonald. Hann er bara helvíti góður ;)