Hæ, hæ stelpur og strákar.

Hafið þið tekið eftir því að það eru allar gellurnar í bíómyndunum með stór brjóst en samt ekkert feitar. Þær borða oft ís, nammi og gos en eru samt aldrei nokkurn tíma með bólur eða fílapensla. Það er alveg sama hversu mikil rigning eð a rok er úti, hárið á þeim fer aldrei í rugl. En við vitum öll að þetta er bara plat. Er það ekki annars? Það snýst ekki allt um það að vera bara sætur. Manni þætti ekki gaman að vera í sambandi við manneskju sem væri of heimsk og grunnhyggin til að tala um annað en tísku og fegurð. Þó að útlitið sé fullkomið getur manneskjan undir því verið hundleiðinleg, heimsk eða jafnvel vond og illgjörn. Það er nefninlega innri maður sem skiptir öllu, eins og hefur verið sagt 100.000.000.000 sinnum eða álíka! Og að lokum, eitt bros og tvö góðverk gera meira fyrir pesónuna en nokkuð annað!